Posts in Category: Uncategorized

Skyboxx á Menningarnótt

Tónleikar með tónverkaröðinni Skyboxx voru haldnir á menningarnótt. Hér má lesa fréttatilkynningu um viðburðinn:

Skyboxx – Tónleikar

Listasafn Íslands

Kl. 21:00 – 22:00

Skybox er röð tónverka fyrir gítar eftir Hallvarð Ásgeirsson. Um er að ræða andrýmistónlist sem gengur út frá hljóðhringrás opinna strengja gítarsins. Höfundur leikur á gítar og Jón Indriðason á trommur. Anne Herzog hefur unnið myndbandsverk við tónverkin sem verður einnig sýnt á tónleikunum.

Flutningur á andrýmistónlist eftir Hallvarð Ásgeirsson, sem leikur á gítar auk Jóns Indriðasonar sem leikur á trommur. 
Skybox er röð tónverka eftir Hallvarð Ásgeirsson, fyrir gítar sem unnin eru rafrænt í gegnum hljóðfetla og tölvu. Verkin eru andrýmistónlist (e. ambience) sem ganga út frá hljóðhringrás opinna strengja gítarsins (e. feedback).
Verkin ganga út frá pedaltón, sem hljóðskúlptúr er vafinn í kringum. Við verkin hefur Anne Herzog unnið myndbandsverk, en þau tekur hún upp á super8 filmuvél. Myndefnið hefur hún fundið í Brooklyn og París, þar sem hún tekur upp í úthverfum, sem mörg eru mörkuð af  og nýtir sér kvikmyndavélina oft eins og ljósmyndavél, þar sem myndbandið samanstendur af mörgum örstuttum brotum sem eru síðan hægð niður í eftirvinnslu í tölvu.

hljóðheimar

dorophone preview

FOUR COMPOSITIONS FOR PROTOTYPE HALLDOROPHONE AND SECOND INSTRUMENT

Next saturday, april 2. 2011 at the Icelandic national gallery (listasafni Íslands), 14.00. Free entry.

As a part of the Sound Fields exhibition four composers are presenting short compositions for (prototype) halldorophone#7 and another instrument.

List of composers and second instruments-

Áki Ásgeirsson. Prepared trombone played by Ingi Garðar Erlendsson.

Hafdís Bjarnadóttir. Accordion played by Paula Engel (DE).

Hallvarður Ásgeirsson. Grand piano played by Tinna Þorsteinsdóttir.

Jesper Pedersen. Electric harp played by Katie Buckley.

Our halldorophone player for the event is Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, cellist and geologist.

The commissioning of the pieces was made possible by a grant of Icelandic national radio composers fund (Tónskáldasjóður RÚV).

píanótónleikar S.L.Á.T.U.R.

Píanótónleikar með verkum S.L.Á.T.U.R. meðlima

Tinna Þorsteinsdóttir leikur ný píanóverk eftir Slátur-meðlimi í Norræna húsinu, laugardaginn 18. desember klukkan 17:00. Almennt miðaverð: 1500 kr. (1000 kr. fyrir nemendur og 5000 kr. fyrir atvinnugagnrýnendur)

Píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir hefur flutt gríðarmikið af íslenskri tónlist auk þess að frumflytja fjöldi tónverka sem skrifuð hafa verið sérstaklega fyrir hana. Hún …hefur unnið með ýmsum Slátur-meðlimum í gegnum tíðina og mun nú flytja verk frá 2009 og 2010 sem flest voru gerð í samvinnu við Tinnu. Verkin sem flutt verða á tónleikunum eru öll sérlega frumleg og áhugavekjandi. Tónlist Sláturmeðlima, sem miðast að útbreiðslu listrænt ágengrar hugmyndafræði og nýsköpun í menningu, hefur hlotið mikið lof almennra hlustenda, listasamfélagsins og fræðimanna.

Á tónleikunum mun m.a. heyrast nýtt verk eftir Hallvarð Ásgeirsson sem varð landsfrægur eftir leik sinn í kvikmyndunum Varði fer á vertíð og Varði goes Europe. Hallvarður er nýkominn úr tónsmíðanámi frá New York, þar sem hann gerði garðinn frægan. Því er þetta kærkomið tækifæri að heyra tónlist Hallvarðs á nýjan leik á Íslandi.
Af öðrum tónskáldum má nefna Guðmund Stein Gunnarsson og Jesper Pedersen. Guðmundur Steinn hefur verið í fararbroddi listrænt ágengrar íslenskrar tónlistar og lífsspeki undanfarin ár. Hin sérstæða tónlist hans er engri annari lík, sjálfsprottin, framandi, seiðandi, dáleiðandi, opinberandi, séríslendsk, náttúruleg og orkurík. Fleiri og fleiri ánetjast tónverkum Guðmundar Steins og finna í þeim nýja uppsprettu hughrifa.
Jesper Pedersen er danskur að uppruna en hefur slegið í gegn í jaðartónlistarheimi Reykjavíkur. Verk hans ganga inn í heim hins óvænta og krefjast svara við áleitnum spurningum um tónlist, menningu, íþróttir, dýralíf o.s.frv.. Á tónleikunum flytur Tinna nýja útgáfu verks Jespers, Laser Cat, sem tengir saman mannlega tækni, dýrsleg viðbrög, samruna nótna og hljóðfæris og leikræna upplifun.

Tónleikagestir eru beðnir að slökkva á farsímum, boðtækjum og öðrum rafeindatækjum sem gefa frá sér óþægilegar útvarpsbylgjur. Það er hefð á jólatónleikum S.L.Á.T.U.R. að klappa ekki, heldur blístra lágt eftir flutning hvers tónverks.

S.L.Á.T.U.R.: www.slatur.is
Tinna Þorsteinsdóttir: www.annit.is

Frekari upplýsingar veitir Áki Ásgeirsson, s. 661-9731