Skyboxx á Listasafni Íslands 21. ágúst 2011


Skyboxx var flutt á Listasafni Íslands 21. ágúst 2011. Hér má heyra stutt brot úr Skyboxx IV.


Skyboxx er röð tónverka fyrir gítar eftir Hallvarð Ásgeirsson. Um er að ræða andrýmistónlist sem gengur út frá hljóðhringrás opinna strengja gítarsins. Höfundur leikur á gítar og Jón Indriðason á trommur. Anne Herzog hefur unnið myndbandsverk við tónverkin sem verður einnig sýnt á tónleikunum.

Flutningur á andrýmistónlist eftir Hallvarð Ásgeirsson, sem leikur á gítar auk Jóns Indriðasonar sem leikur á trommur. 
Skybox er röð tónverka eftir Hallvarð Ásgeirsson, fyrir gítar sem unnin eru rafrænt í gegnum hljóðfetla og tölvu. Verkin eru andrýmistónlist (e. ambience) sem ganga út frá hljóðhringrás opinna strengja gítarsins (e. feedback).
Verkin ganga út frá pedaltón, sem hljóðskúlptúr er vafinn í kringum. Við verkin hefur Anne Herzog unnið myndbandsverk, en þau tekur hún upp á super8 filmuvél. Myndefnið hefur hún fundið í Brooklyn og París, þar sem hún tekur upp í úthverfum, sem mörg eru mörkuð af  og nýtir sér kvikmyndavélina oft eins og ljósmyndavél, þar sem myndbandið samanstendur af mörgum örstuttum brotum sem eru síðan hægð niður í eftirvinnslu í tölvu.